Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Andre Ayew rifti samningi - Áhugi frá Englandi
Mynd: Getty Images

Andre Ayew er búinn að binda enda á samning sinn við Al Sadd í Katar. Sky Sports segir að það sé áhugi á honum frá ensku úrvalsdeildinni.


Ayew er fyrirliði landsliðs Gana og varð meistari með Al Sadd á síðustu leiktíð. Hann var algjör lykilmaður í liði Al Sadd með 18 mörk í 30 deildarleikjum en vildi skipta yfir í enska boltann meðan tækifærið bauðst.

Ayew er 33 ára og telur sig ekki geta fengið annað tækifæri til að spila í sterkustu deild heims en hann býr yfir þokkalegri reynslu eftir dvöl sína hjá Swansea City og West Ham United.

Sky tekur ekki fram hvaða félög eru áhugasöm en Ayew er vinstri kantmaður að upplagi sem getur einnig spilað í fremstu víglínu eða úti á hægri kanti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner