Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 30. janúar 2023 16:21
Elvar Geir Magnússon
Zaniolo ekki lengur skráður í Roma á Instagram
Nicolo Zaniolo er ekki lengur skráður sem leikmaður Roma á Instagram síðu sinni. Hann vill yfirgefa félagið og æfði ekki með liðinu í morgun.

Hann er nú skráður sem 'Íþróttamaður' á Instagram eftir að hafa verið skráður sem 'Fótboltamaður hjá Roma' í gær.

Bournemouth lagði fram tilboð í leikmanninn sem Roma tók en Zaniolo hafnaði því sjálfur að ganga í raðir enska félagsins.

Zaniolo er 24 ára og hefur verið utan hóps hjá Roma í síðustu tveimur leikjum. Jose Mourinho segir leikmanninn ekki lengur í áætlunum sínum, eftir að hann sagðist vilja yfirgefa félagið.

Harðkjarna stuðningsmenn Roma eru allt annað en ánægðir með hegðun Zaniolo. Einhverjir aðilar voru mættir með hótanir við heimili leikmannsins í gærkvöld sem varð til þess að hann hringdi á lögregluna.

Sjá einnig:
Roma Ultras birtir stóran borða fyrir utan Colosseum til Zaniolo
Athugasemdir
banner
banner