Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. mars 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
10 verstu leikmennirnir sem unnu úrvalsdeildina á síðasta áratugi
Yuri Zhirkov
Yuri Zhirkov
Mynd: Getty Images
Mirror setti í dag saman lista yfir tíu verstu leikmennina í úrvalsdeildinni sem fengu gullmedalíu á síðasta áratugi.

Tekið er fram að það séu leikmenn sem hafa í raun lagt fram lítið í sigrinum á deildinni en fagna að sjálfsögðu eins og hinir. Fram til tímabilsins 2012/13 þurfti að spila tíu leiki til að fá medalíu en eftir það einungis fimm leiki.

Fyrsti leikmaðurinn er Yuri Zhirkov hjá Chelsea. Rússinn var keyptur á mikinn pening til að vera varaskeifa fyrir Ashley Cole. Hann náði að spila nóg tímabilið 2009/2010.

Annar var Darron Gibson hjá Manchester United. Írski miðjumaðurinn var nothæfur leikmaður og er kannski eilítið óheppinn að enda á þessum lista þar sem liðið hjá Sir Alex var mjög gott. Gibson spilaði 60 leiki fyrir United áður en hann hélt til Everton 2012.

Áfram verður haldið með upptalningu með myndum hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner