Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. mars 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Íslands - Kemur Jón Dagur beint inn?
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er þrautinni þyngri að spá í líklegt byrjunarlið Íslands á morgun þegar leikið verður gegn Liechtenstein í undankeppni HM. Arnar Þór Viðarsson teiknaði upp sex breytingar á liðinu frá tapinu gegn Þýskalandi yfir í leikinn gegn Armeníu.

Liðið tapaði svo verðskuldað gegn Armenum þar sem frammistaðan var afskaplega slök. Ljóst er að ferska vinda þarf fyrir komandi leik. Við eigum að stýra ferðinni algjörlega gegn Liechtenstein og spurning hvort Jón Dagur Þorsteinsson, sem er nýkominn upp úr U21 landsliðinu, fái tækifærið í byrjunarliðinu?

Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifærið í markinu. Ragnar Sigurðsson er meiddur og Kári Árnason byrjar varla þriðja leikinn í röð. Hólmar Örn Eyjólfsson er því í líklegu byrjunarliði.

Alfons Sampsted gæti notið sín í þessum leik og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifærið í fremstu víglínu eftir tvo leiki liðsins án þess að það skori mark.



Athugasemdir
banner
banner
banner