Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er nálægt því að taka að sér nýtt starf en hann er núna kominn langt í viðræðum um að taka við landsliði Úrúgvæ.
Bielsa hefur ekkert þjálfað frá því hann var rekinn frá Leeds á síðustu leiktíð.
Bielsa, sem er mjög skemmtilegur þjálfari, er núna nálægt því að taka við landsliði Úrúgvæ en þetta segir fjölmiðlamaðurinn César Luis Merlo.
Viðræður eru á lokastigi og ef allt gengur upp þá mun Bielsa skrifa undir samning sem gildir út undankeppnina fyrir HM 2026. Sá samningur verður svo framlengdur ef Úrúgvæ fer á HM.
Bielsa hefur áður gert góða hluti með landslið en hann er þjóðhetja í Síle eftir árangur sinn þar.
????Marcelo Bielsa, a un paso de ser el nuevo DT de la Selección uruguaya.
— César Luis Merlo (@CLMerlo) March 29, 2023
*??La negociación se encuentra en etapa definitoria y, de terminarse todo como parece, ?? hasta que terminen las Eliminatorias, con chances de prolongar si clasifica al Mundial.
*??Primero dicho por @Jbruno84 pic.twitter.com/ga8Jxz2778
Athugasemdir