Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 30. mars 2024 12:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir Alonso hafa tekið skelfilega ákvörðun
Mynd: EPA

Joe Cole fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea segir að Xabi Alonso hafi tekið ranga ákvörðun að halda áfram sem stjóri Leverkusen.


Alonso var orðaður við stjórastöðu Liverpool og Bayern en tilkynnti í gær að hann muni vera áfram með Leverkusen á næstu leiktíð.

Cole er sérfræðingur TNT en hann tjáði sig um ákvörðun Alonso í dag.

„Þetta er skelfileg ákvörðun. Hann er heitasta varan í fótboltaheiminum í dag. Hlutabréf stóra fara svo hratt upp og niður. Hann hefði átt að fara í sumar því þetta gæti verið allt öðruvísi eftir ár," sagði Cole.

„Það verður erfitt að halda þessu Leverkusen liði saman því þeir eru með nokkra stórkostlega leikmenn og öll stærstu lið Evrópu munu horfa til þeirra."


Athugasemdir
banner
banner
banner