Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. apríl 2021 18:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Berglind skoraði gegn Lyon
Berglind Björg
Berglind Björg
Mynd: Le Havre
Lyon vann 5-1 sigur gegn Le Havre í frönsku deildinni í dag. Lyon fór með sigrinum á toppinn en PSG á leik til góða og getur tekið toppsætið aftur.

Frönsku meistararnir voru komnir í 2-0 eftir tuttugu mínútna leik en á 22. mínútu minnkaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir muninn fyrir Le Havre.

Berglind skoraði eftir undirbúning frá Franciscu Lara.

Lyon komst í 3-1 á 34. mínútu og bætti svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Le Havre er í botnsæti deildarinnar og þarf á algjöru kraftaverki að halda til að halda sér uppi í deildinni. Þrjár umferðir eru eftir og Le Havre er sex stigum frá öruggu sæti.

Berglind Björg lek allan leikinn í dag og slíkt hið sama gerðu Andrea Rán Hauksdótir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Leikurinn var lokaleikur Andreu með Le Havre en hún hefur verið á láni frá Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner