fös 30. apríl 2021 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Við erum bjartsýn á að geta sótt titilinn í ár"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei þessi spá kemur ekki á óvart, ég held að margir horfi til þess að við Blikar höfum misst marga sterka leikmenn í atvinnumennsku síðastliðna mánuði," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, þegar hann var spáður út í spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna. Beiðabliki er spáð 2. sæti í deildinni í sumar.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 2. sæti

Hvert er markmiðið í sumar?

„Við ætlum okkur að keppa til sigurs í öllum leikjum sumarsins."

Ertu ánægður með liðsstyrkinn sem þið hafið fengið í vetur?

„Já, ég er ánægður með þær sem hafa komið til okkar, þær hafa smá saman verið að aðlagast okkar leikstíl og hafa vaxið með hverjum leik."

Reiknar þú með að fá meiri liðsstyrk fyrir mót?

„Líklega, við erum með augun opin fyrir leikmanni sem gæti styrkt hópinn ennþá meira."

Ertu bjatsýnn á að þið getið varið titilinn?

„Við erum bjartsýn á að geta sótt titilinn í ár, okkur hefur gengið nokkuð vel í undirbúningsleikjunum en gerum okkur einnig grein fyrir því að það verður erfitt verkefni."

Hvernig hafa fyrstu mánuðirnir verið í starfi hjá þér?

„Mjög skemmtileg áskorun enda metnaðarfullir og góðir leikmenn í Breiðablik sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Tel mig líka vera heppinn með samstarfsfólk."

Hvernig sérðu deildina fyrir þér í sumar?

„Jafnari en í fyrra, mörg lið hafa styrkt sig mikið og ætla sér stóra hluti. Með brotthvarfi öflugra leikmanna úr deildinni mun skapast svigrúm fyrir nýja leikmenn að láta til sín taka," sagði Vilhjálmur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner