Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, ferðaðist til London til að hitta forráðamenn brasilíska fótboltasambandsins en hann hefur verið í viðræðum um að taka við landsliði þjóðarinnar.
Spænska blaðið Marca greinir frá því að Ancelotti hafi óvænt ákveðið að hafna tilboðinu en margir fjölmiðlar töldu aðeins formsatriði að hann myndi skrifa undir því Real Madrid hygðist skipta um stjóra eftir tímabilið.
Nú er hinsvegar sagt að hann hafi upplýst Ednaldo Rodrigues, forseta brasilíska sambandsins, um það að hann muni ekki skrifa undir. Ákvörðunin sé óafturkræf.
Spænska blaðið Marca greinir frá því að Ancelotti hafi óvænt ákveðið að hafna tilboðinu en margir fjölmiðlar töldu aðeins formsatriði að hann myndi skrifa undir því Real Madrid hygðist skipta um stjóra eftir tímabilið.
Nú er hinsvegar sagt að hann hafi upplýst Ednaldo Rodrigues, forseta brasilíska sambandsins, um það að hann muni ekki skrifa undir. Ákvörðunin sé óafturkræf.
Ancelotti mun einnig vera með samingstilboð frá Sádi-Arabíu en hann hefur ekki samið um starfslok við Real Madrid
Ancelotti hefur unnið þrjá Meistaradeildartitla með Real Madrid en það stefnir í að liðið fari titlalaust út úr þessu tímabili.
Athugasemdir