Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Baldur Hannes og Stefán Þórður áfram hjá Þrótti R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar hafa verið duglegir við að semja við unga leikmenn sina að undanförnu og hafa tveir bráðefnilegir tvíburar bæst við.

Baldur Hannes og Stefán Þórður Stefánssynir eru búnir að skrifa undir samninga sem gilda til þriggja ára eða út keppnistímabilið 2022.

Báðir eru þeir fæddir 2002 en Baldur Hannes spilaði fjórtán leiki fyrir Þrótt á síðustu leiktíð og á 21 landsleik að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Stefán Þórður hefur verið að koma inn í meistaraflokksliðið að undanförnu og kom við sögu í tveimur leikjum í Lengjubikarnum í vetur.

„Það er gríðarlegt ánægjuefni fyrir okkur Þróttara að tveir af okkar efnilegustu piltum hafa nú framlengt samninga við félagið og munu þeir vafalaust skipa stóran og mikilvægan sess í félaginu á komandi tímabilum. Lifi…..!" segir á vefsíðu Þróttar R.
Athugasemdir
banner
banner
banner