Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Getur styrkt þitt félag með áskrift að Stöð 2 Sport Ísland
Það eru enn 43 milljónir í pottinum. Nú fá neðrideildafélög tækifæri til að krækja sér í lífsnauðsynlegan styrk fyrir upphaf sumarsins.
Það eru enn 43 milljónir í pottinum. Nú fá neðrideildafélög tækifæri til að krækja sér í lífsnauðsynlegan styrk fyrir upphaf sumarsins.
Mynd: Stöð 2
Fyrr í maí var greint frá fjáröflunarátaki KSÍ og ÍTF í samstarfi við Stöð 2 Sport Ísland. Tilboð Stöðvar 2 rann út 22. maí en ákveðið hefur verið að framlengja það til 5. júní og leyfa öllum aðildarfélögum KSÍ að taka þátt, ekki aðeins félögum í efstu deild.

Tilboðið virkar þannig að einstaklingar geta verslað sér áskrift að Stöð 2 Sport Ísland, sem sýnir frá leikjum í efstu deild og bikar bæði í karla- og kvennaboltanum, á 3990 krónur. Þegar borgað er fyrir áskriftina kemur upp valmöguleiki um félagslið til að styrkja. Það félagslið sem er valið fær 6470kr. í sinn hlut.

„Það skal tekið sérstaklega fram að félögin í Pepsi Max deildum karla og kvenna geta tekið áfram þátt í fjáröfluninni, við hvetjum þau sérstaklega til þess," segir á vefsíðu KSÍ.

„Þau félög sem vilja taka þátt í fjáröfluninni þurfa að láta vita af því sérstaklega, svo hægt sé að opna fyrir skráningu þeirra félaga á stod2.is/vinnumsaman. Benedikt Jón Sigmundsson ([email protected]) tekur við þeim skráningum."

Stöð 2 Sport Ísland sýnir einnig frá Þjóðadeildinni og íslensku landsliðunum sem eiga framundan umspil fyrir EM 2021 (kk) og undankeppni fyrir EM 2022 (kvk). Auk þess verður sýnt frá efstu deild í handbolta og körfubolta, bæði karla og kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner