Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harpa stefnir á að spila sem mest - „Sjokkerandi" að fá greininguna
Harpa Karen Antonsdóttir.
Harpa Karen Antonsdóttir.
Mynd: Instagram - Harpa Karen
Harpa Karen Antonsdóttir, leikmaður Hauka, spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í átta mánuði þegar liðið lagði KR 2-1 í æfingaleik í Vesturbænum síðasta fimmtudag.

Hún greindist með eitilfrumukrabbamein í fyrra og við tók krabbameinsmeðferð. Meðferðinni lauk 31. desember síðastliðinn og er Harpa krabbameinslaus í dag.

Hún stefnir á að spila sem mest í sumar, en hún er eins og áður kemur fram á mála hjá Haukum í 1. deild.

„Það var sjokkerandi (að fá greininguna)," segir Harpa í samtali við RÚV. „Sérstaklega að vera svona ung, maður er ekki beint að búast við þessu. Ég var nýbyrjuð í háskóla og síðan fékk ég þetta. Það breyttist bara allt einhvern veginn."

„Það er svo gott að hafa það sem markmið framundan, að koma sér í form til að fara að spila aftur."

Viðtalið má sjá hérna.

Sjá einnig:
Harpa spilaði sinn fyrsta leik eftir krabbameinsmeðferð
Athugasemdir
banner
banner