Íslandsmeistarar Vals unnu dramatískan sigur á HK í Kórnum í kvöld og þjálfari þeirra var ekkert að leyna gleðinni í leikslok!
"Þetta eru sætustu sigrarnir og líka verstu töpin en sem betur fer féll þetta með okkur í kvöld! Fyrri hálfleikurinn var lélegur, lágt tempó og svona. Við það að fá á okkur mark þá náðum við að spýta aðeins í lófana og setjum tvö mörk"
"Þetta eru sætustu sigrarnir og líka verstu töpin en sem betur fer féll þetta með okkur í kvöld! Fyrri hálfleikurinn var lélegur, lágt tempó og svona. Við það að fá á okkur mark þá náðum við að spýta aðeins í lófana og setjum tvö mörk"
Í fyrsta sinn í sumar ná Valsmenn að tengja saman sigurleiki, það hlýtur að hafa áhrif á trúna á verkefnið og gott veganesti í mótið, sigurinn í kvöld þýðir að Valsmenn eru komnir upp í miðja deild og ekki langt í baráttu um Evrópusæti.
"Algjörlega, það er nú það sem við höfum verið að gera hingað til en ekki tekist í sumar og það er ánægjulegt að það skyldi takast í dag. Mér finnst liðið á uppleið og í fínum gír."
Leikmannaglugginn opnar á morgun, eru Valsmenn að horfa til styrkingar í glugganum?
"Við höfum verið að skoða það, það er engin launung en eins og staðan er í dag þá er ekkert fast í hendi og ekkert víst hvað gerist. Við erum fyrst og fremst að leita að góðum mönnum, bæði innanlands og erlendis."
Nánar er rætt við Óla í viðtalinu sem að fylgir.
Athugasemdir