Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 15:08
Magnús Már Einarsson
Arnar Már í Kára á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Már Guðjónsson, fyrirliði ÍA, hefur gengið til liðs við Kára á lánssamningi.

Arnar meiddist í leik gegn Val í lok júlí í fyrra en hann sleit fremra krossbandið ásamt því að rifa kom í liðþófa.

Hann er á batavegi og lýsti því yfir í maí að hann vonaðist til að ná síðari hluta tímabils.

Hinn 33 ára gamli Arnar Már er nú kominn með leikheimild með Kára en hann getur spilað leiki þar eftir endurkomu sína til að komast í leikform. ÍA getur síðan kallað hann til baka úr láni þegar félagaskiptaglugginn opnar í ágúst.

Kári er með eitt stig eftir tvo leiki í 2. deildinni en liðið mætir KF á útivelli í næsta leik á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner