Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. júní 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Arrivabene staðfesti komu Pogba og mögulega brottför De Ligt
Mynd: EPA

Maurizio Arrivabene, framkvæmdastjóri Juventus, staðfesti í viðtali í dag að Paul Pogba sé svo gott sem genginn aftur í raðir félagsins.


Hinn 29 ára gamli Pogba er því að fara á frjálsri sölu frá Manchester United til Juventus í annað sinn á ferlinum eftir að hafa tekið sama skref sumarið 2012.

„Viðræður við Pogba ganga virkilega vel. Hann verður lykilmaður fyrir okkur bæði innan og utan vallar," sagði Arrivabene við Tuttosport og tjáði sig svo um Paulo Dybala og Matthijs de Ligt.

„Við náðum munnlegu samkomulagi við Paulo en þurftum svo að breyta samningnum og þess vegna fór hann frítt. Samskipti hans við félagið hafa alltaf verið góð og fagmannleg.

„Í sambandi við Matthijs þá er alltaf erfitt að halda leikmanni sem vill fara en þetta snýst um peninga. Það eru þrír aðilar sem sitja við borðið og þeir þurfa allir að vera sáttir til að skiptin gangi í gegn. Við erum ekki að fara að gefa neinn afslátt."

Chelsea hefur verið orðað sterklega við De Ligt en Juve er talið ætla að hafna öllum tilboðum í hollenska miðvörðinn sem nema undir 120 milljónum evra.


Athugasemdir
banner
banner