fim 30. júní 2022 09:33
Elvar Geir Magnússon
Richarlison í læknisskoðun hjá Spurs - Danjuma nálgast West Ham
Powerade
Richarlison á leið til Tottenham.
Richarlison á leið til Tottenham.
Mynd: EPA
Frenkie De Jong í landsleik með Hollandi.
Frenkie De Jong í landsleik með Hollandi.
Mynd: EPA
Lenglet, Richarlison, Bremer, Danjuma og Martínez eru meðal manna sem koma við sögu í Powerade slúðrinu í dag.

Brasilíumaðurinn Richarlison (25) er á leið í læknisskoðun hjá Tottenham eftir að félagið náði samkomulagi við Everton um kaupverð á sóknarleikmanninum. (BBC)

Tottenham er í viðræðum um að fá franska varnarmanninn Clement Lenglet (27) á láni frá Barcelona. (Sky Sports)

Málin þróast í rétta átt hjá West Ham sem virkjar 34 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hjá Arnaut Danjuma (25), hollenskum sóknarleikmanni Villarreal. (Todofichajes)

Chelsea, Tottenham og Arsenal munu ræða við Torino um varnarmanninn Gleison Bremer (25) en ítalska félagið vill 43 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn. (90min)

Tottenham vill fá ekvadorska landsliðsmanninn Pervis Estupinan (24) frá spænska félaginu Villarreal fyrir um 13 milljónir punda. (Goal)

Manchester United er nálægt því að gera samkomulag við Barcelona um kaup á Frenkie de Jong (25) frá Barcelona en leikmaðurinn hefur tjáð félögunum að hann vilji vera áfram hjá Börsungum. (Sport)

De Jong er opinn fyrir því að fara til Manchester United og vinna aftur með Erik ten Hag. Þeir voru saman hjá Ajax. (Guardian)

Liverpool hefur hafnað fyrsta tilboði frá Nottingham Forest í Neco Williams (21). Liverpool vill 15 milljónir punda fyrir velska bakvörðinn. (Mail)

Borussia Dortmund mun aðeins taka tilboðum yfir 103 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn Jude Bellingham (19) sem hefur verið orðaður við Liverpool, Manchester United og Real Madrid. (Bild)

Everton er að hefja viðræður við enska landsliðsmarkvörðinn Jordan Pickford (28) um nýjan langtímasamning. Pickford á tvö ár eftir af núgildandi samningi. (Guardian)

Arsenal hefur gert þriðja tilboðið í argentínska varnarmanninn Lisandro Martínez (24) sem er metinn á 43 milljónir punda af Hollandsmeisturum Ajax. (Sun)

Manchester United er einnig að undirbúa 40 milljóna punda boð í Martínez sem lék undir stjórn Erik ten Hag síðasta tímabil. (TalkSport)

Enski markvörðurinn Dean Henderson (25) fer í læknisskoðun hjá Nottingham Forest í þessari viku en hann er á leið á láni frá Manchester United í eitt ár. (Mail)

Óvissa ríkir um framtíð portúgalska landsliðsmannsins Joao Moutinho (35) hjá Wolves. Hann vill tveggja ára samning við félagið en það hefur bara boðið eins árs samning. (Mail)

Southampton íhugar að gera tilboð í Levi Colwill (19), varnarmann Chelsea, sem var á láni hjá Huddersfield á síðasta tímabili. (Sun)

Leicester hefur einnig áhuga á Colwill sem hefur hug á að fara frá Chelsea ef hann sér ekki möguleika á að brjótast inn í liðið. (Guardian)

Brentford hefur gert tilboð í framherjann Keane Lewis-Potter (21) hjá Hull. (Athletic)

Tvö ónefnd ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á nígeríska sóknarmanninum Emmanuel Dennis (24) sem er metinn á 20 milljónir punda af Watford. (Sky Sports)

Arsenal hefur rætt við Jack Wilshere (30) en félagið er í leit að þjálfurum fyrir varalið sitt og U18 liðið. (Standrd)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner