Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 30. júlí 2020 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Þetta eru skrýtnir tímar
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, annar af tveimur aðalþjálfurum Stjörnunnar, var hæstánægður eftir 2-1 sigur á Víkingum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Stjarnan

„Við vorum feykilega öflugir í fyrri hálfleik og spiluðum góðan hálfleik. Það var ótrúlega sterkur og góður andi í okkur. Við ætluðum áfram og okkur tókst það," sagði Rúnar Páll.

„Víkingarnir eru með frábært lið og það má ekki taka af þeim. Við erum líka frábærir sjálfir."

Liðin mættust í Pepsi Max-deildinni síðastliðið mánudagskvöld og þá var niðurstaðan 1-1 jafntefli.

„Það er stutt síðan við spiluðum við þá og við reyndum að halda betur í boltann. Okkur tókst það, við losuðum fyrstu pressuna og komumst í hættulegar sóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi fyrir utan í blálokin."

Stjörnumenn eru nýkomnir í sóttkví, en núna í morgun var gripið til harðari aðgerða í baráttunni gegn hinni ömurlegu kórónuveiru. Það verður gert frí á fótbolta til 5. ágúst að minnsta kosti. Hvernig leggst það í Rúnar og mannskapinn?

„Alveg frábærlega," sagði Rúnar léttur. „Við vitum ekki hvenær við spilum næst og tökum okkur 1-2 daga í frí. Þetta eru skrýtnir tímar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner