Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 30. júlí 2020 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Þetta eru skrýtnir tímar
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, annar af tveimur aðalþjálfurum Stjörnunnar, var hæstánægður eftir 2-1 sigur á Víkingum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Stjarnan

„Við vorum feykilega öflugir í fyrri hálfleik og spiluðum góðan hálfleik. Það var ótrúlega sterkur og góður andi í okkur. Við ætluðum áfram og okkur tókst það," sagði Rúnar Páll.

„Víkingarnir eru með frábært lið og það má ekki taka af þeim. Við erum líka frábærir sjálfir."

Liðin mættust í Pepsi Max-deildinni síðastliðið mánudagskvöld og þá var niðurstaðan 1-1 jafntefli.

„Það er stutt síðan við spiluðum við þá og við reyndum að halda betur í boltann. Okkur tókst það, við losuðum fyrstu pressuna og komumst í hættulegar sóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi fyrir utan í blálokin."

Stjörnumenn eru nýkomnir í sóttkví, en núna í morgun var gripið til harðari aðgerða í baráttunni gegn hinni ömurlegu kórónuveiru. Það verður gert frí á fótbolta til 5. ágúst að minnsta kosti. Hvernig leggst það í Rúnar og mannskapinn?

„Alveg frábærlega," sagði Rúnar léttur. „Við vitum ekki hvenær við spilum næst og tökum okkur 1-2 daga í frí. Þetta eru skrýtnir tímar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner