Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 30. júlí 2020 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Þetta eru skrýtnir tímar
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, annar af tveimur aðalþjálfurum Stjörnunnar, var hæstánægður eftir 2-1 sigur á Víkingum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Stjarnan

„Við vorum feykilega öflugir í fyrri hálfleik og spiluðum góðan hálfleik. Það var ótrúlega sterkur og góður andi í okkur. Við ætluðum áfram og okkur tókst það," sagði Rúnar Páll.

„Víkingarnir eru með frábært lið og það má ekki taka af þeim. Við erum líka frábærir sjálfir."

Liðin mættust í Pepsi Max-deildinni síðastliðið mánudagskvöld og þá var niðurstaðan 1-1 jafntefli.

„Það er stutt síðan við spiluðum við þá og við reyndum að halda betur í boltann. Okkur tókst það, við losuðum fyrstu pressuna og komumst í hættulegar sóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi fyrir utan í blálokin."

Stjörnumenn eru nýkomnir í sóttkví, en núna í morgun var gripið til harðari aðgerða í baráttunni gegn hinni ömurlegu kórónuveiru. Það verður gert frí á fótbolta til 5. ágúst að minnsta kosti. Hvernig leggst það í Rúnar og mannskapinn?

„Alveg frábærlega," sagði Rúnar léttur. „Við vitum ekki hvenær við spilum næst og tökum okkur 1-2 daga í frí. Þetta eru skrýtnir tímar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner