Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. júlí 2020 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valsmenn vildu spila í kvöld en fyrirvarinn of stuttur fyrir ÍA
Úr leik Vals og ÍA fyrr á tímabilinu.
Úr leik Vals og ÍA fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjö af átta leikjum 16-liða úrslita Mjólkurbikars karla fara fram í kvöld, en leikur Vals og ÍA átti að fara fram annað kvöld. Þeim leik verður frestað eftir að hertar reglur voru kynntar í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum.

Leikirnir í kvöld verða spilaðir án áhorfenda, en svo verður öllum leikjum meistaraflokka og 2. flokks frestað til 5. ágúst. Staðan verður tekin svo varðandi framhaldið 5. ágúst.

Leik Vals og ÍA hefur verið frestað og ekki er kominn nýr leikdagur á hann.

Vísir segir frá því að Valsmenn vildu færa bikarleikinn gegn ÍA þannig að hann myndi fara fram í kvöld. Það kom hins vegar ekki til greina fyrir ÍA.

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segja að fyrirvarinn hafi einfaldlega verið of stuttur.

„Það kom ekki til greina af okkar hálfu að spila í kvöld, eftir að þessi tilmæli frá heilbrigðisráðherra í dag. Mér finnst ekki rétt í stöðunni að flýta leiknum til að komast framhjá þeim reglum, heldur að við hlítum þeim. Okkar undirbúningur snerist líka að því að leikurinn yrði spilaður á morgun," sagði Jóhannes Karl í samtali við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner