Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. júlí 2021 20:53
Victor Pálsson
Danmörk: Annar sigur Freysa og Lyngby í röð
Mynd: Lyngby
Freyr Alexandersson byrjar afar vel með lið Lyngby í Danmörku en hann var ráðinn þjálfari liðsins í síðasta mánuði.

Lyngby byrjaði dönasku 1. deildina á góðum 2-1 útisigri á Nykobing þar sem sigurmarkið kom í blálokin.

Lyngby fékk annan útileik í dag gegn Jammerbugt og hafði aftur betur með tveimur mörkum gegn einu.

Freyr og félagar komust yfir á 25. mínútu og bættu svo við öðru á þeirri 75. Heimamenn minnkuðu muninn á 95. mínútu.

Lyngby kláraði leikinn með tíu menn á vellinum en Emil Nielsen fékk að líta rautt spjald undr lok leiks.

Lyngby er eina liðið með fullt hús stiga þessa stundina en fjölmörg lið eiga eftir að leika sinn annan leik.

Athugasemdir
banner
banner
banner