Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   lau 30. júlí 2022 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hemmi um Gauja Lýðs: Verið að gera eitthvað úr engu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðjón Pétur Lýðsson gekk til liðs við Grindavík í vikunni eftir misheppnaða dvöl í Eyjum. Hann lenti í útistöðum við Hermann Hreiðarsson þjálfara ÍBV.


Hann var settur út í kuldann og var ekki í hóp um tíma.

„Gaman að fara í nýtt umhverfi, mér líður alltaf vel sama hvar ég er," sagði Guðjón Pétur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik Grindavíkur gegn Þór í vikunni.

ÍBV gerði 2-2 jafntefli gegn Keflavík í dag en Hemmi Hreiðars var spurður út í Guðjón Pétur eftir leikinn.

„Nei, við prufuðum þetta og breyttum leikstílnum en það virkaði ekki. Það er ósköp einfalt að hann hentar ekki þessum leikstíl og þá er það þannig. Menn verða að halda áfram," sagði Hemmi.

Hemmi gerði honum grein fyrir því að hann væri að fara spila lítið og hann mætti fara.

„Það var búið að gera eitthvað upp sem kom upp, straff í viku og áfram með lífið. Það er verið að reyna búa eitthvað til úr engu, þetta er bara fótbolti, hann hentaði okkur ekki og þá mátti hann fara," sagði Hemmi að lokum.


Athugasemdir
banner