Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   lau 30. september 2017 16:26
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ef verkefnið er þess virði myndi ég fórna miklu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Já ég er sáttur að fá þrjú stig hér og líka heilt yfir mjög ánægður með spilamennskuna frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég ætla ekki að vera hrokafullur og segja að áttum að vinna stærra en ég þakka fyrir þennan sigur eitt núll, það er líka fínt." sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir sigur á FH.

Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

„Þetta var svona fullkomnasti leikur Blika undir minni stjórn myndi ég segja. En kannski ekki besti, við vorum mjög góðir í mörgum leikjum en það féll ekki alltaf með okkur en svona er fótboltinn.

5 eða 6 sæti gefur ekki Evrópu og við erum ekki í falli en ég er stoltur af strákunum, þeir sýndu líka karakter í síðasta leik og yfir heilt yfir í allt sumar.

Við vorum heilt yfir inn í öllum leikjum. Mér fannst okkar lélegasti leikur í sumar vera FH heima. Þá áttum við ekki breik í þá.

Varnarleikur í síðustu tveimur leikjum hefur verið góður og við höfum fengið á okkur ótrúlegustu mörk í sumar og stundum sést varla á sjónvarpinu en í dag við héldum hreinu og það var gott og eins og ég segi, leikurinn var bara mjög skemmtilegur. En þetta er líka svona til að vera hreinskilinn og missa mig ekki yfir þessum sigri að þá er þetta síðasti leikur mótsins og menn misspenntir og sumir kannski í hausnum að plana partý í kvöld og halda ekki einbeitningu og aga."


Miklar vangaveltur hafa verið með það hvort að Milos verði áfram þjálfari Blika, hvað segir hann um það.

„Það er ekkert komið í ljós. Fókus hjá okkur var að klára tímabilið. Mér finnst ekki hægt að ræða um samning þegar ég þarf að undirbúa leik. Menn segja að það sé hægt að gera tvennt í einu en ég er því miður ekki kvenkyns, þær geta gert það. Þær eru klókar ekki ég. Ég vildi klára tímabilið og setjast niður í rólegheitum og viðræður við mig hafa aldrei verið erfiðar. Aldrei hingað þannig að það er bara spurning hvað félagið vill gera og hvort ég passi í þá hugmyndafræði."

En vill Milos vera áfram hjá Blikum?

„Þetta er svo flókin spurning því að það tengist fjölskyldunni minni en ég er fótboltafíkill og ef verkefnið er þess virði að þá myndi ég fórna miklu"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner