Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
   lau 30. september 2017 16:26
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ef verkefnið er þess virði myndi ég fórna miklu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Já ég er sáttur að fá þrjú stig hér og líka heilt yfir mjög ánægður með spilamennskuna frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég ætla ekki að vera hrokafullur og segja að áttum að vinna stærra en ég þakka fyrir þennan sigur eitt núll, það er líka fínt." sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir sigur á FH.

Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

„Þetta var svona fullkomnasti leikur Blika undir minni stjórn myndi ég segja. En kannski ekki besti, við vorum mjög góðir í mörgum leikjum en það féll ekki alltaf með okkur en svona er fótboltinn.

5 eða 6 sæti gefur ekki Evrópu og við erum ekki í falli en ég er stoltur af strákunum, þeir sýndu líka karakter í síðasta leik og yfir heilt yfir í allt sumar.

Við vorum heilt yfir inn í öllum leikjum. Mér fannst okkar lélegasti leikur í sumar vera FH heima. Þá áttum við ekki breik í þá.

Varnarleikur í síðustu tveimur leikjum hefur verið góður og við höfum fengið á okkur ótrúlegustu mörk í sumar og stundum sést varla á sjónvarpinu en í dag við héldum hreinu og það var gott og eins og ég segi, leikurinn var bara mjög skemmtilegur. En þetta er líka svona til að vera hreinskilinn og missa mig ekki yfir þessum sigri að þá er þetta síðasti leikur mótsins og menn misspenntir og sumir kannski í hausnum að plana partý í kvöld og halda ekki einbeitningu og aga."


Miklar vangaveltur hafa verið með það hvort að Milos verði áfram þjálfari Blika, hvað segir hann um það.

„Það er ekkert komið í ljós. Fókus hjá okkur var að klára tímabilið. Mér finnst ekki hægt að ræða um samning þegar ég þarf að undirbúa leik. Menn segja að það sé hægt að gera tvennt í einu en ég er því miður ekki kvenkyns, þær geta gert það. Þær eru klókar ekki ég. Ég vildi klára tímabilið og setjast niður í rólegheitum og viðræður við mig hafa aldrei verið erfiðar. Aldrei hingað þannig að það er bara spurning hvað félagið vill gera og hvort ég passi í þá hugmyndafræði."

En vill Milos vera áfram hjá Blikum?

„Þetta er svo flókin spurning því að það tengist fjölskyldunni minni en ég er fótboltafíkill og ef verkefnið er þess virði að þá myndi ég fórna miklu"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner