Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   lau 30. september 2017 16:26
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ef verkefnið er þess virði myndi ég fórna miklu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Já ég er sáttur að fá þrjú stig hér og líka heilt yfir mjög ánægður með spilamennskuna frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég ætla ekki að vera hrokafullur og segja að áttum að vinna stærra en ég þakka fyrir þennan sigur eitt núll, það er líka fínt." sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir sigur á FH.

Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

„Þetta var svona fullkomnasti leikur Blika undir minni stjórn myndi ég segja. En kannski ekki besti, við vorum mjög góðir í mörgum leikjum en það féll ekki alltaf með okkur en svona er fótboltinn.

5 eða 6 sæti gefur ekki Evrópu og við erum ekki í falli en ég er stoltur af strákunum, þeir sýndu líka karakter í síðasta leik og yfir heilt yfir í allt sumar.

Við vorum heilt yfir inn í öllum leikjum. Mér fannst okkar lélegasti leikur í sumar vera FH heima. Þá áttum við ekki breik í þá.

Varnarleikur í síðustu tveimur leikjum hefur verið góður og við höfum fengið á okkur ótrúlegustu mörk í sumar og stundum sést varla á sjónvarpinu en í dag við héldum hreinu og það var gott og eins og ég segi, leikurinn var bara mjög skemmtilegur. En þetta er líka svona til að vera hreinskilinn og missa mig ekki yfir þessum sigri að þá er þetta síðasti leikur mótsins og menn misspenntir og sumir kannski í hausnum að plana partý í kvöld og halda ekki einbeitningu og aga."


Miklar vangaveltur hafa verið með það hvort að Milos verði áfram þjálfari Blika, hvað segir hann um það.

„Það er ekkert komið í ljós. Fókus hjá okkur var að klára tímabilið. Mér finnst ekki hægt að ræða um samning þegar ég þarf að undirbúa leik. Menn segja að það sé hægt að gera tvennt í einu en ég er því miður ekki kvenkyns, þær geta gert það. Þær eru klókar ekki ég. Ég vildi klára tímabilið og setjast niður í rólegheitum og viðræður við mig hafa aldrei verið erfiðar. Aldrei hingað þannig að það er bara spurning hvað félagið vill gera og hvort ég passi í þá hugmyndafræði."

En vill Milos vera áfram hjá Blikum?

„Þetta er svo flókin spurning því að það tengist fjölskyldunni minni en ég er fótboltafíkill og ef verkefnið er þess virði að þá myndi ég fórna miklu"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner