mið 30. september 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
West Ham ætlar ekki að selja Rice
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur ekki í hyggju að selja Declan Rice áður en félagaskiptaglugganum verður lokað þann 5. október.

Ensku götublöðin hafa fjallað um áhuga Chelsea á enska miðjumanninum.

West Ham hefur lítið sem ekkert gert á leikmannamarkaðnum en samkvæmt frétt BBC ætlar félagið ekki að selja Rice sem er fyrsti maður á blað hjá David Moyes.

Sagt er að West Ham ætli ekki að selja heldur reyna að styrkja liðið áður en glugganum verður lokað.

Tékkneski bakvörðurinn Vladimir Coufal hjá Slavia Prag er orðaður við West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner