De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 30. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Burnley búið að semja við Vitinho
Mynd: Burnley
Brasilíski bakvörðurinn Vitinho er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Burnley og geta áhugamenn um enska boltann búist við að sjá mikið af honum í haust og vetur.

Vitinho hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en hann er 24 ára gamall og gekk til liðs við Burnley í fyrrasumar úr röðum Cercle Brugge.

Hann tók þátt í 41 leik er Burnley komst upp úr Championship deildinni og verður áhugavert að fylgjast með honum í deild þeirra bestu.

Vitinho hefur tekið þátt í þremur leikjum með Burnley á tímabilinu og mun berjast við Connor Roberts um sæti í byrjunarliðinu. Hann á einnig tvo leiki að baki fyrir brasilíska U20 landsliðið

Vitinho er fjórði leikmaðurinn til að skrifa undir nýjan samning við Burnley á skömmum tíma, eftir Josh Cullen, Anass Zaroury og Manuel Benson.
Athugasemdir
banner
banner
banner