City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 14:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Ég verð þjálfari Fram á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í síðustu viku var slúðrað um að ráðamenn hjá Val hefðu sett sig í samband við Rúnar Kristinsson, þjálfara Fram, og kannað hvort að hann vildi taka við liðinu.

Þau tíðindi hafa ekki verið staðfest, Framarar höfðu ekki heyrt í Val vegna mögulegra viðræðna og Rúnar vildi sjálfur ekki ræða málið þegar talað var við hann í síðustu viku.

Rúnar var til viðtals eftir tapið stóra gegn KR í gær og ræddi þar framtíðina. Framarar eru ekki að spila um neitt í síðustu fjórum leikjunum og sýndi það sig kannski í gær þegar KR-ingar völtuðu yfir þá. Fram er með níu stiga forystu á HK í 11. sætinu og mun betri markatölu þegar þrjár umferðir eru eftir.

„Það er kúnst, við erum að gera okkar besta, erum að reyna fá leikmenn til að skilja hvað þarf til að ná árangri. Við erum að reyna biðja þá um að leggja eitthvað inn í bankann því þeir ætla að vera hjá mér á næsta ári. Ég verð þjálfari Fram á næsta ári og ég vil sjá hverjir eru tilbúnir að leggja þessa vinnu á sig alltaf, ekki bara þegar það er um eitthvað að keppa. Auðvitað fá einhverjir mínús í kladdann í dag."

Rúnar var svo spurður beint út í umræðuna í síðustu viku, um hann og Val.

„Nei, ég hef ekkert að segja við því. Ég var að segja að ég yrði þjálfari Fram á næsta ári. Ég get ekki svarað svona spurningum," sagði svo Rúnar þegar hann var spurður hvort að hann myndi hafa áhuga ef Valur hefði samband.
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner