Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. október 2020 12:31
Elvar Geir Magnússon
Elfar Árni framlengir við KA út 2022
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan samning og er hann nú samningsbundinnKA á Akureyri út sumarið 2022.

„Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir en Elfar Árni er markahæsti leikmaður KA í efstu deild og hefur verið algjör lykilmaður í uppbyggingu KA frá komu sinni sumarið 2015," segir á heimasíðu KA.

Elfar sem varð þrítugur í ár sleit krossband á undirbúningstímabilinu og hefur því ekki leikið með KA liðinu í sumar en KA-menn telja að það sé ekki nokkur spurning að hann mun koma tvíefldur til baka.

Alls hefur hann leikið 113 leiki fyrir KA í deild og bikar þar sem hann hefur gert 52 mörk. Þar áður lék hann með Breiðabliki og uppeldisfélagi sínu Völsungi.

„Við óskum Elfari og Knattspyrnudeild til hamingju með samninginn og hlökkum til að sjá Elfar snúa aftur á völlinn og halda áfram að raða inn mörkum," segir á heimasíðu KA.

KA er í sjöunda sæti Pepsi Max-deildar karla þegar liðið á eftir að leika fjóra leiki.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner