Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 23:11
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Musiala skoraði þrennu - Hertha Berlín áfram
Jamal Musiala fór á kostum
Jamal Musiala fór á kostum
Mynd: Getty Images
Jón Dagur fór áfram með Herthu
Jón Dagur fór áfram með Herthu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska stórliðið Bayern München flaug örugglega áfram í 16-liða úrslit bikarsins með því að vinna Mainz, 4-0, á útivelli í kvöld. Jamal Musiala skoraði þrennu fyrir Bayern.

Öll fjögur mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Harry Kane lagði upp tvö mörk fyrir Musiala áður en Leroy Sane bætti við þriðja eftir stoðsendingu Alphonso Davies.

Musiala fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kórónaði um leið frábæra frammistöðu sína.

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn af bekknum á 84. mínútu í 2-1 sigri Herthu Berlín á úrvalsdeildarliði Heidenheim.

Union Berlín er þá óvænt úr leik eftir 2-0 tap gegn C-deildarliði Arminia Bielefeld .

Úrslit og markaskorarar:

Eintracht Frankfurt 2 - 1 Borussia M.
1-0 Hugo Ekitike ('45 )
1-1 Ko Itakura ('47 )
2-1 Omar Marmoush ('70 )
Rautt spjald: Arthur Theate, Eintracht Frankfurt ('15)

Freiburg 2 - 1 Hamburger
1-0 Matthias Ginter ('19 )
2-0 Vincenzo Grifo ('44 , víti)
2-1 Jonas Meffert ('51 )

Hertha 2 - 1 Heidenheim
1-0 Derry Lionel Scherhant ('16 )
2-0 Michael Cuisance ('74 )
2-1 Stefan Schimmer ('89 )

Paderborn 0 - 1 Werder
0-1 Marvin Ducksch ('30 )

Arminia Bielefeld 2 - 0 Union Berlin
1-0 Marius Worl ('12 )
2-0 Andre Becker ('71 )

Hoffenheim 2 - 1 Nurnberg
1-0 Haris Tabakovic ('27 )
1-1 Mahir Emreli ('47 )
2-1 Arthur Chaves ('71 )

Mainz 0 - 4 Bayern
0-1 Jamal Musiala ('2 )
0-2 Jamal Musiala ('37 )
0-3 Jamal Musiala ('45 )
0-4 Leroy Sane ('45 )

Dynamo Dresden 2 - 3 Darmstadt
0-1 Aleksandar Vukotic ('56 )
1-1 Jakob Lemmer ('85 )
2-1 Jakob Lemmer ('90 )
2-2 Tobias Kempe ('90 , víti)
2-3 Isac Lidberg ('98 )
Athugasemdir
banner
banner