Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. nóvember 2019 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjögur lið í þriðja sæti munu komast áfram
Icelandair
Ísland mun fara í E-riðil ef við komumst á EM.
Ísland mun fara í E-riðil ef við komumst á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og á Evrópumótinu 2016 eru sex riðlar og 16-liða úrslit eftir riðlakeppnina.

Það þýðir að fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti í riðlakeppninni komast áfram, ásamt öllum liðunum sem enda í efstu tveimur sætum riðlana.

Þetta fyrirkomulag var á EM 2016 og verður áfram á EM alls staðar næsta sumar.

Ef Ísland kemst á EM í gegnum umspilið í mars þá verðum við með Þýskalandi, Frakklandi og ríkjandi Evrópumeisturum Portúgals í riðli. Riðillinn verður leikinn í Portúgal.

Árið 2016 endaði Portúgal í þriðja sætinu í riðli okkar Íslendinga, á eftir Íslandi og Ungverjalandi. Portúgal komst áfram sem eitt af bestu liðunum í þriðja sæti og endaði á því að vinna mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner