Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ballon d'Or: Chelsea er besta félag ársins
Chelsea vann Meistaradeild Evrópu
Chelsea vann Meistaradeild Evrópu
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea var valið besta félag ársins á verðlaunahátíð France Football í París í gær.

Karlalið Chelsea náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en liðið komst í úrslit enska bikarsins og vann þá Meistaradeild Evrópu undir stjórn Thomas Tuchel.

Kvennaliðið vann á meðan WSL-deidina og komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en tapaði fyrir sterku liði Barcelona, 4-0.

Chelsea var því valið sem besta félagið þetta árið fyrir magnaðan árangur árið 2021 og er það eitthvað sem ætti ekki að koma neinum á óvart.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner