Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 30. nóvember 2022 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið C-riðils: Martínez á bekknum - Enzo verðlaunaður
Lisandro Martinez í baráttunni.
Lisandro Martinez í baráttunni.
Mynd: EPA
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: Getty Images
Kemst Sádí-Arabía áfram?
Kemst Sádí-Arabía áfram?
Mynd: Getty Images
Það eru áhugaverðir leikir framundan á HM núna klukkan 19:00. C-riðillinn klárast en það er allt opið í þeim riðli.

Pólland þarf eitt stig til að gulltryggja sætið í 16 liða úrslitum. Karol Swiderski kemur inn í liðið fyrir Arkadiusz Milik frá 2-0 sigrinum gegn Sádí Arabíu í 2. umferð.


Enzo Fernandez gulltryggði sigur Argentínu í síðustu umferð og er verðlaunaður með byrjunarliðssæti. Julian Alvarez og Christian Romero koma einnig inn. Lisandro Martinez sest á bekkinn sem verður að teljast nokkuð óvænt..

Það eru fjórar breytingar á liði Mexíkó.

19:00 Argentína - Pólland

Byrjunarlið Argentínu: Martinez, Romero, Otamendi, Molina, De Paul, Acuna, Mac Allister, Fernandez, Di Maria, Alvarez, Messi.

Byrjunarlið Póllands: Szczesny, Glik, Kiwior, Cash, Bereszynski, Krychowiak, Zielinski, Bielik, Frankowski, Swiderski, Lewandowski.

19:00 Mexíkó - Sádí Arabía

Byrjunarlið Mexico: Ochoa, Sanchez, Montes, Moreno, Gallardo, Edson Alvarez, Chavez, Lozano, Pineda, Vega, Martin.

Byrjunarlið Sádi-Arabía: Al-Owais, Tambakti, Al-Amri, Al-Bulayhi, Al-Ghanam, Al-Hassan, Kanno, Abdulhamid, Al-Buraikan, Al-Shehri, Salem Al-Dawsari.



Pólland þarf að minnsta kosti jafntefli gegn Argentínu til að komast áfram. Ef Pólland tapar og Sádi-Arabía gerir jafntefli mun pólska liðið ná öðru sætinu ef það tapar með eins eða tveggja marka mun.

Argentína er örugg áfram með sigri. Ef Argentína gerir jafntefli kemst liðið bara áfram ef Sádarnir gera jafntefli líka. Ef Argentína gerir jafntefli og Sádar vinna eru Argentínumenn úr leik.

Sádi-Arabía kemst áfram með sigri gegn Mexíkó. Ef jafntefli verður niðurstaðan þurfa Sádar að treysta á að Argentína tapi.

Mexíkó verður að vinna til að eiga möguleika. Sigur með fjögurra marka mun eða meira innsiglar sætið.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner