Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 30. nóvember 2023 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Diaby og Moreno skutu Villa áfram - Nordsjælland slátraði Fenerbahce
Moussa Diaby skoraði fyrra mark Villa
Moussa Diaby skoraði fyrra mark Villa
Mynd: EPA
Fiorentina er komið áfram
Fiorentina er komið áfram
Mynd: EPA
Nordsjælland vann óvæntan stórsigur á Fenerbahce
Nordsjælland vann óvæntan stórsigur á Fenerbahce
Mynd: Getty Images
Aston Villa er komið áfram í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa unnið Legía Varsjá, 2-1, í toppslag E-riðils. Danska liðið Nordsjælland vann þá 6-1 stórsigur á Fenerbahce.

Villa og Legia voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna á Villa Park í kvöld.

Moussa Diaby var ekki lengi að láta að sér kveða. Hann skoraði strax á 4. mínútu. Hann nýtti sér ógnarhraða sinn með því að hlaupa framhjá varnarmönnum Legía áður en hann setti boltann snyrtilega í netið.

Boubacar Kamara, miðjumaður Villa, gerði slæm mistök á 20. mínútu og komst Legía aftur inn í leikinn með marki Ernes Muci.

Bæði lið gátu tekið forystuna. Gil Dias átti laglegan skalla sem hafnaði í þverslá og þá varði markvörður Legía glæsilega frá Diaby, en sigurmarkið kom fyrir rest.

Douglas Luiz átti þá stórgóða aukaspyrnu á fjærstöng þar sem Alex Moreno var mættur og kláraði hann færið vel. Luiz elskar að finna Spánverja í teignum eins og hann sýndi um helgina gegn Tottenham.

Góður 2-1 sigur Villa sem er í efsta sæti E-riðils með 12 stig, þremur meira en Legía. Villa er komið áfram en Legía þarf að ná í stig í lokaumferðinni til að fara með Villa.

Fiorentina fer upp úr F-riðli eftir 2-1 sigur liðsins á Genk. Ekki er víst hvaða lið fylgir Fiorentina en það verður annað hvort Genk eða Ferencvaros. Ferencvaros er í öðru sæti með 9 stig en Genk í þriðja með 6 stig.

Spennan er gríðarleg í H-riðli. Nordsjælland vann óvæntan 6-1 stórsigur á Fenerbache í Danmörku þar sem Benjamin Nygren gerði þrennu. Nordsjælland er því komið á toppinn með 10 stig en Ludogorets og Fenerbahce koma næst með 9 stig.

PAOK lagði Eintracht Frankfurt að velli, 2-1, í G-riðli. PAOK er búið að vinna riðilinn og fer beint í 16-liða úrslit, en Frankfurt fer í umspilið.

E-riðill:

Aston Villa 2 - 1 Legia
1-0 Moussa Diaby ('4 )
1-1 Ernest Muci ('20 )
2-1 Alex Moreno ('59 )

F-riðill:

Cukaricki 1 - 2 Ferencvaros
1-0 Luka Adzic ('11 )
1-1 Kristoffer Zachariassen ('83 )
1-2 Aleksandar Pesic ('90 )

Fiorentina 2 - 1 Genk
1-0 Lucas Martinez ('45 )
1-1 Joris Kayembe ('45 )
2-1 Nicolas Gonzalez ('82 , víti)

G-riðill:

Eintracht Frankfurt 1 - 2 PAOK
0-1 Tomasz Kedziora ('55 )
1-1 Omar Marmoush ('58 )
1-2 Andrija Zivkovic ('73 )
Rautt spjald: Kristijan Jakic, Eintracht Frankfurt ('90)

H-riðill:

FC Nordsjaelland 6 - 1 Fenerbahce
1-0 Lucas Hey ('21 )
2-0 Daniel Svensson ('25 )
2-1 Michy Batshuayi ('44 )
3-1 Benjamin Nygren ('55 )
4-1 Christian Rasmussen ('66 )
5-1 Benjamin Nygren ('75 )
6-1 Benjamin Nygren ('84 )

Spartak Trnava 1 - 2 Ludogorets
0-1 Kwadwo Duah ('74 )
1-1 Erik Daniel ('78 )
1-1 Olivier Verdon ('86 , Misnotað víti)
1-2 Matias Tissera ('90 )
Athugasemdir
banner
banner