Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
banner
   lau 30. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn Leicester fengu skammir - „Ekki ásættanlegt“
Mynd: Getty Images
Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Leicester fengu skammir frá stjórnarmönnum félagsins vegna hegðunar þeirra í árlegri árshátíð liðsins í Kaupmannahöfn.

Margir leikmenn úr hópnum ferðuðust til Danmerkur eftir 2-1 tapið gegn Chelsea síðasta laugardag.

Hópurinn hefur gert þetta að árlegri ferð en í þetta sinn kom liðið sér í bobba.

Leikmenn pöntuðu sér flöskuborð og fylgdi skilti með flöskunum sem stóð á „Enzo, við söknum þín“, en þar er átt við ítalska stjórann Enzo Maresca sem stýrði liðinu upp í úrvalsdeildina á síðustu leiktíð.

Enzo hætti með Leicester í sumar og tók við Chelsea.

Aðeins sólarhring eftir tap Leicester gegn Chelsea var Steve Cooper látinn taka poka sinn.

Ben Dawson, sem mun stýra eina leik sínum í dag, segir að búið sé að afgreiða málið.

„Þeir fengu skilaboð frá klúbbnum um að það sem gekk á hafi ekki verð ásættanlegt og við þurfum núna að horfa fram veginn. Það var allt og sumt. Allir hafa verið einbeittir á að æfa vel og skila frammistöðu til að ná í úrslit.“

„Hver einasti leikmaður þarf stundum frí og það var búið að skipuleggja þetta frí. Leikmenn máttu gera hvað sem þeir vildu. Nú er búið að afgreiða þetta mál innanbúðar og núna er bara áfram gakk,“
sagði Dawson.

Ruud van Nistelrooy mun taka formlega við Leicester eftir leikinn gegn Brentford í dag en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner