Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent - Amorim ætlar ekki að versla í janúar - Cunha fær samningstilboð
   lau 30. nóvember 2024 20:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saka: Erum mættir aftur
Mynd: EPA

Arsenal vann frábæran 5-2 sigur á West Ham í kvöld en Bukayo Saka kom að fjórum mörkum liðsins.

Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en þetta er í fjórða sinn sem sjö mörk eru skoruð í fyrri hálfleik í sama leiknum í úrvalsdeildinni.


Arsenal gekk illa að tengja saman marga sigra í upphafi tímabilsins en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum og er komið í 2. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Liverpool sem á leik til góða gegn Man City á morgun.

„Ég hef mikla ánægju af því að búa til og skora mörk en mesta ánægjan kemur með sigri. Höldum þessu áfram. Við höfum sýnt það í síðustu þremur leikjum að við séum mættir aftur," sagði Saka eftir leikinn í kvöld.


Athugasemdir
banner