Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton kallar Locadia aftur frá Hoffenheim
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton er búið að kalla hollenska framherjann Jürgen Locadia aftur úr láni frá Hoffenheim.

Locadia hefur komið við sögu í ellefu deildarleikjum með Hoffenheim og skoraði fjögur mörk. Sky Sports heldur því fram að hann sé á leið til FC Cincinnati í MLS deildinni.

Locadia er 26 ára gamall og spilaði 33 leiki fyrir Brighton á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í fyrstu úrvalsdeildarleikjum tímabilsins áður en hann var lánaður til Hoffenheim.

Framherjinn er samningsbundinn Brighton í tvö og hálft ár í viðbót og er metinn á um 10 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner