Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 31. janúar 2020 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Rooney skoraði úr aukaspyrnu í stórsigri Derby
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands í kvöld.

Derby County gerði sér lítið fyrir og burstaði Stoke City á heimavelli sínum, Pride Park. Martyn Waghorn og Chris Martin skoruðu í fyrri hálfleiknum og var staðan að honum loknum 2-0.

Á 68. mínútu skoraði Wayne Rooney þriðja mark Derby. Markið gerði hann beint úr aukaspyrnu. Jayden Bogle, bakvörðurinn efnilegi, skoraði fjórða mark Derby á 74. mínútu og var það síðasta mark leiksins.

Öruggur 4-0 sigur Derby staðreynd. Derby fer upp í 13. sæti deildarinnar með 40 stig. Stoke er í 20. sæti með 31 stig.

Í hinum leik kvöldsins skildu Cardiff og Reading jöfn. Callum Paterson jafnaði fyrir Cardiff á 70. mínútu eftir að Yakou Meite hafði komið Reading yfir snemma leiks.

Cardiff er í 11. sæti með 43 stig og er Reading 15. sæti með 38 stig.

Cardiff City 1 - 1 Reading
0-1 Yakou Meite ('9 )
1-1 Callum Paterson ('70 )


Derby County 4 - 0 Stoke City
1-0 Martyn Waghorn ('21 )
2-0 Chris Martin ('24 )
3-0 Wayne Rooney ('68 )
4-0 Jayden Bogle ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner