Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 31. janúar 2020 23:37
Ívan Guðjón Baldursson
Jarrod Bowen til West Ham (staðfest)
Mynd: Getty Images
Hull City er búið að staðfesta félagaskipti Jarrod Bowen til West Ham United. Kaupverðið er óuppgefið en talið nema um 20 milljónum punda auk árangurstengdra aukagreiðslna.

Bowen, 23 ára, er fjölhæfur leikmaður og spilar yfirleitt sem sóknartengiliður eða kantmaður. Hann hefur verið lykilmaður í liði Hull City undanfarin ár og er kominn með 17 mörk og 6 stoðsendingar í 29 deildarleikjum á tímabilinu.

Í heildina hefur Bowen skorað 54 mörk í 131 leik fyrir Hull. Hann spilaði sjö úrvalsdeildarleiki tímabilið 2016-17 en Hull hefur ekki komist aftur upp í deild þeirra bestu síðan.

Bowen er þriðji leikmaðurinn sem David Moyes fær til West Ham í janúar, eftir að markvörðurinn Darren Randolph var keyptur af Middlesbrough og Tomas Soucek fenginn á lánssamningi frá Slavia Prag.


Athugasemdir
banner
banner
banner