Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Amrabat reynir að þvinga fram sölu - Tilboði Barcelona hafnað
Frábær á HM.
Frábær á HM.
Mynd: Getty Images
Sofyan Ambrabat sló í gegn með marokkóska landsliðinu á HM í Katar í síðasta mánuði. Í kjölfarið hefur hann verið orðaður í burtu frá Fiorentina. Liverpool, Tottenham, Atletico Madrid og Barcelona eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við kappann.

Amrabat mætti ekki á æfingu Fiorentina í dag og er hann að reyna komast í burtu frá ítalska félaginu.

Fiorentina vill ekki missa Amrabat í glugganum og hefur samkvæmt Fabrizio Romano, ítalska félagsskiptasérfræðingnum, hafnað tilboði frá Barcelona í miðjumanninn.

Barcelona á að hafa boðið þrjár milljónir evra í Amrabat til að fá hann á láni út tímabilið. Í tilboðinu hafi svo verið kaupákvæði sem Barcelona hefði getað nýtt sér. Spænska félagið hefði getað virkjað það með því að reiða fram 37 milljónir evra. En eins og fyrr segir þá hafnaði Fiorentina tilboðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner