Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leicester fær Opoku (Staðfest) - Lánaður til Leuven út tímabilið
Mynd: Leuven
Leicester hefur fengið framherjann Nathan Opoku í sínar raðir. Hann lék síðast með liði Syracuse háskólans.

Hann kemur til Leicester eftir að hafa, samkvæmt heimildum Sky Sports, hafnað þeim möguleika að vera fyrsti valmöguleiki í nýliðavalinu fyrir MLS-deildina fyrr á þessu ári.

Opoku er 21 árs gamall og mun klára tímabilið á láni hjá belgíska félaginu OH Leuven. Þar verður hann liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar. Leuven er systurfélag Leicester.

Opoku er frá Gana og hefur undanfarin tímabil raðað inn mörkum í háskólaboltanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner