Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 31. janúar 2023 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lokonga til Crystal Palace á láni (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Arsenal

Crystal Palace hefur styrkt miðjuna sína á þessum gluggadegi en Albert Sambi Lokonga er mættur til liðsins á láni frá Arsenal.

Félagið staðfesti kaup á miðjumanninum Naouirou Ahamada fyrr í kvöld.


Lokonga er 23 ára varnarsinnaður miðjumaður en hann gekk til liðs við Arsenal frá Anderlecht sumarið 2021. Hann hefur spilað 39 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum á einu og hálfu ári.

„Ég er mjög spenntur, get ekki beðið eftir því að byrja. Ég er mjög ánægður að koma til Crystal Palace. Ég vil fara eins langt og mögulegt er með liðinu. Ég mun reyna allt til að koma liðinu á toppinn," sagði Lokonga.


Athugasemdir
banner