þri 31. mars 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Komum til baka sterkari, betri ... og aðeins feitari"
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, saknar fótboltans mikið en hann undirstrikar samt þörfina á því að fylgja fyrirmælum og halda sig heima.

Í síðustu viku gaf Guardiola eina milljón evra til styrktar baráttu gegn kórónaveirunni á Spáni.

Hann sendi í gær frá sér skilaboð til stuningsmanna City og hvatti þá til að fylgja fyrirmælum sérfræðinga.

„Við söknum fótbolta," sagði Guardiola. „Við söknum lífsins sem við höfðum fyrir nokkrum dögum en núna er tími til að hlusta og hlýða sérfræðingum."

„Þið eruð fótbolta fjölskylda mín og við munum gera allt til að láta ykkur líða betur. Við komum til baka sterkari, betri ... og aðeis feitari. Haldið ykkur inni, farið vel með ykkur,"
bætti Guardiola við.
Athugasemdir
banner
banner
banner