Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 31. mars 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
Valencia vill fá Ceballos
Spænska félagið Valencia skoðar möguleika á því að kaupa Dani Ceballos og hefur þegar sett sig í samband við Real Madrid.

Ceballos er hjá Arsenal á lánssamningi frá Madrídarfélaginu.

Real Betis, fyrrum félag Ceballos, hefur einnig áhuga á að fá hann en liðið er ekki eins öflugt fjárhagslega og Valencia.

Ceballos vill leggja áherslu á að hann fái mikinn spiltíma þar sem hann stefnir á að fara með Spánverjum á EM 2021.
Athugasemdir
banner
banner