Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 31. mars 2021 17:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Einkunnir Íslands: Andri Fannar bestur
Icelandair
Mynd: Getty Images
Ísland lauk leik á Evrópumótinu árið 2021 í dag með 0-2 tapi gegn Frakklandi.

Íslenska liðið lenti aftur 0-2 undir eins og gegn Dönum en sýndi fínustu spretti inn á milli. Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net.

Elías Rafn Ólafsson – 6
Mjög öruggur í fyrirgjöfum og átti enga sök í mörkunum. Flott frammistaða hjá Elíasi.

Valgeir Lunddal Friðriksson – 5
Svekkjandi að ná ekki í boltann í öðru markinu en Valgeir náði ekki að sýna mikið fram á við. Engin augljós mistök en ekkert aukalega.

Ari Leifsson – 5
Heilt yfir fínt frá Ara, hann er stór og það nýtist vel en vantar aðeins upp á snerpuna. Virkaði á mig eins og fáir í varnarlínunni væru vanir þessu kerfi.

Finnur Tómas Pálmason – 5
Vantaði að covera fyrir Ara í öðru markinu. Finnur sýndi að það er hellingur í hann spunnið.

Róbert Orri Þorkelsson – 5
Spilaði Edouard réttstæðan í öðru markinu og var sá varnarmaður sem virkaði hvað öruggastur í fimm manna línu.

Kolbeinn Birgir Finnsson – 5
Einn á móti einum staðan varnarlega er ekki uppáhaldsstaða Kolbeins. Átti í erfiðleikum þegar Frakkarnir komu á hann.

Kolbeinn Þórðarson – 5
Byrjaði sem besti og duglegasti maður liðsins en steingleymdi Guendouzi sem er kostaði mark frá Frökkum sem höfðu ekkert gert í leiknum. Kolbeinn var nær sexunni en fjarkanum, heilt yfir góður úti á velli.

Andri Fannar Baldursson – 7
Besti maður Íslands í leiknum. Mjög góður á boltann og leysti sínar stöður.

Mikael Neville Anderson – 6
Betri í seinni hálfleiknum heldur en þeim fyrri, tengdi vel við Binna og Andra Fannar fannst mér. Frönsku blaðamennirnir völdu Mikael bestan hjá Íslandi. Hrósuðu Mikael fyrir að gefa engan afslátt. Nær 6,5 en 5,5.

Valdimar Þór Ingimundarson – 5
Spilaði 73 mínútur í dag og kom örsjaldan við boltann. Var duglegur en komst ekki í takt við leikinn.

Brynjólfur Andersen Willumsson – 6
Talsvert betri í seinni hálfleik miðað við í þeim fyrri. Hefði viljað sja hann reyna við vippuna í fyrri hálfleik þegar Lafont fór úr markinu. Hélt bolta mun betur í seinni hálfleik og átti að fá fleiri aukaspyrnur. Duglegur eins og aðrir í liðinu.

Varamenn spiluðu of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner