Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. mars 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
EM U21 í dag - Ísland þarf kraftaverk
Mynd: Getty Images
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri spilar síðasta leik sinn í riðlakeppni Evrópumótsins í dag er liðið mætir Frakklandi.

Íslenska liðið tapaði fyrir Rússum og Dönum í riðlinum og mætir svo feykisterku liði Frakklands í dag en liðið á enn tölfræðilega möguleika á að komast áfram.

Frakkar töpuðu fyrir Dönum í fyrstu umferð og unnu svo Rússa 2-0 í annarri umferð.

Til þess að Ísland eigi möguleika á að komast áfram þarf liðið að vinna Frakka með þriggja marka mun og vonast til að Danmörk vinni Rússland.

Hægt er að sjá alla leiki dagsins hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:
16:00 Króatía U-21 - England U-21
16:00 Danmörk U-21 - Rússland U-21
16:00 Ísland U-21 - Frakkland U-21
16:00 Sviss U-21 - Portúgal U-21
Athugasemdir
banner