Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 31. mars 2021 14:16
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeild kvenna: Chelsea sló út Wolfsburg
Kvenaboltinn
Kvennalið Chelsea gerði sér lítið fyrir og sló út Wolfsburg samanlagt 5-1 í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.

Seinni leikurinn fór fram í dag og endaði með 3-0 sigri Chelsea. Pernille Harder (víti), Samantha Kerr og Fran Kirby skoruðu mörkin.

Wolfsburg komst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þar fyrir Lyon.

Chelsea mun mæta Bayern München eða Rosengård í undanúrslitum. Bayern vann fyrri leikinn 3-0 en seinni leikurinn verður á morgun.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikur fyrir Bayern en Glódís Perla Viggósdóttir fyrir Rosengård.
Athugasemdir
banner