Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 31. mars 2023 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Færa HM U20 vegna mótmæla gegn Ísrael
Andrey Santos og félagar í sterku landsliði Brasilíu verða á svæðinu.
Andrey Santos og félagar í sterku landsliði Brasilíu verða á svæðinu.
Mynd: EPA

Það tók ekki langan tíma fyrir FIFA að finna nýjan hýsil fyrir HM U20 ára landsliða eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að færa mótið frá Indónesíu tæpum tveimur mánuðum fyrir upphafsflautið.


Drátturinn fyrir heimsmeistaramótið átti að fara fram í Balí héraði síðasta föstudag en FIFA þurfti að hætta við eftir að Wayan Koster, ríkisstjórinn í Balí, neitaði að hýsa ísraelska liðið í sínu héraði. Koster tók þessa ákvörðun eftir mótmælagöngur íbúa sem standa með Palestínu í deilunum endalausu í landinu helga.

Í kjölfarið tók FIFA ákvörðun um að Indónesía væri ekki öruggur staður til að hýsa mótið og að lokum var ákveðið að færa mótið yfir á hinn enda hnattarins, til Argentínu og Perú.

Mótið hefst 20. maí og því hafði FIFA ekki mikinn tíma til að finna lausn, en það hafðist skjótt. Þetta spennandi 24-liða mót verður í gangi í þrjár vikur og er Ísrael ein af fimm Evrópuþjóðum sem tryggði sér þátttökurétt, ásamt Ítalíu, Englandi, Frakklandi og Slóvakíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner