Kylian Mbappe, sóknarmaður Paris Saint-Germain, var enn einu sinni tekinn af velli þegar um það bil hálftími var eftir af leik liðsins, en Luis Enrique, þjálfari liðsins, hefur verið að taka upp á þessu í síðustu leikjum.
Mbappe, sem verður samningslaus í sumar, er talinn vera á leið til Real Madrid.
Spænskir og franskir fjölmiðlar halda því fram að hann sé búinn að ná samkomulagi við Madrídinga og að það verði tilkynnt um leið og PSG á ekki möguleika á að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni.
Enrique er farinn að huga að framtíðinni og það að spila án Mbappe, en framherjinn hefur aðeins spilað 90 mínútur í einum af síðustu sjö deildarleikjum liðsins.
Hann var tekinn af velli á 65. mínútu í kvöld og var það bersýnilegt að hann hafi verið ósáttur við skiptinguna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
PSG hefur greinilega gefið upp alla von á að halda í Mbappe, því þetta er svo sannarlega ekki að hjálpa félaginu að sannfæra hann um að vera áfram.
Im crying at Mbappe’s eyeroll after being subbed ???????????? pic.twitter.com/kpD9VzAyqw
— WolfRMFC (@WolfRMFC) March 31, 2024
Athugasemdir