
Landsliðssóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson notaði tækifærið í vikunni og fór heim á Selfoss.
„Það er gott að fara yfir Ölfusárbrúna og fá smá andrúmsloft í sig. Svo tók ég létta æfingu með Gunnari Borgþórs. Gilles Ondo var með," segir Jón Daði.
„Það er gott að fara yfir Ölfusárbrúna og fá smá andrúmsloft í sig. Svo tók ég létta æfingu með Gunnari Borgþórs. Gilles Ondo var með," segir Jón Daði.
Ísland mætir Noregi á Laugardalsvelli á laugardag og ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.
„Það eru allir mjög spenntir fyrir því að fá leik í kroppinn og byrja allir saman upp á nýtt. Það verður líka gaman að hitta Lars. Hann gerði rosa mikið fyrir þetta lið. Þetta verður skemmtilegur leikur."
Jón Daði segir að andrúmsloftið innan hópsins sé frekar afslappað núna en um leið og farið verði í flugvélina til muni hann væntanlega titra af spenningi.
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Lykildagar Íslands í júní:
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir