Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 31. maí 2020 21:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Við erum búnir að loka búðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram virkilega spennandi og skemmtilegur æfingaleikur á Kópavogsvelli þar sem við áttust Breiðablik og Valur þar sem leikar enduðu með 3-3 jafntefli.

Daninn öflugi Patrick Pedersen skoraði tvö af mörkum Valsmanna í leiknum og gerði Orri Sigurður Ómarsson eitt. Thomas Mikkelsen skoraði fyrstu tvö mörk Blika og Kwame Quee skoraði þriðja mark þeirra.

„Ég horfi kannski ekki rosa mikið í úrslitin en bara þokkalega sáttur, margt gott í þessu og margt sem við getum bætt og það var í rauninni tilgangurinn með þessum leik, að spila gegn frábæru liði Valsmanna og reyna finna út hvar veikleikarnir okkar liggja," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, um leikinn.

"Þetta helgaðist líka bara af þvi að þarna voru menn sem eru búnir að spila lítið, menn sem eru búnir að vera meiddir einnig í útlöndum eins og Andri Rafn Yeoman, leikmenn sem þurftu mínútur en svo kemur það bara í ljós hvernig liðið verður í fyrsta leik gegn Gróttu en það er ljóst að það er fullt af góðum mönnum."
Hafði Óskar að segja um hvort þetta hefði verið byrjunarliðið í sumar.

Óskar var spurður hvernig Blikar horfa á leikmannamarkaðinn og hvort menn væru á leið í Blika eða í burtu á lán.

" Við erum í rauninni búnir að loka búðinni, það fer enginn og það kemur í rauninni enginn nema það falli einhver ótrúlega óvænt af himnum ofan sem er ómótstæðilegur en við erum búnir að loka búðinni."

Breiðablik fá fyrrum lærisveina Óskars í Gróttu í heimsókn þann 14. júní á Kópavogsvöll í fyrstu umferð Pepsi-Max deild karla og þar snýr Gústi Gylfa einnig aftur á sinn gamla heimavöll.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar.
Athugasemdir