Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 31. maí 2020 21:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Við erum búnir að loka búðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram virkilega spennandi og skemmtilegur æfingaleikur á Kópavogsvelli þar sem við áttust Breiðablik og Valur þar sem leikar enduðu með 3-3 jafntefli.

Daninn öflugi Patrick Pedersen skoraði tvö af mörkum Valsmanna í leiknum og gerði Orri Sigurður Ómarsson eitt. Thomas Mikkelsen skoraði fyrstu tvö mörk Blika og Kwame Quee skoraði þriðja mark þeirra.

„Ég horfi kannski ekki rosa mikið í úrslitin en bara þokkalega sáttur, margt gott í þessu og margt sem við getum bætt og það var í rauninni tilgangurinn með þessum leik, að spila gegn frábæru liði Valsmanna og reyna finna út hvar veikleikarnir okkar liggja," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, um leikinn.

"Þetta helgaðist líka bara af þvi að þarna voru menn sem eru búnir að spila lítið, menn sem eru búnir að vera meiddir einnig í útlöndum eins og Andri Rafn Yeoman, leikmenn sem þurftu mínútur en svo kemur það bara í ljós hvernig liðið verður í fyrsta leik gegn Gróttu en það er ljóst að það er fullt af góðum mönnum."
Hafði Óskar að segja um hvort þetta hefði verið byrjunarliðið í sumar.

Óskar var spurður hvernig Blikar horfa á leikmannamarkaðinn og hvort menn væru á leið í Blika eða í burtu á lán.

" Við erum í rauninni búnir að loka búðinni, það fer enginn og það kemur í rauninni enginn nema það falli einhver ótrúlega óvænt af himnum ofan sem er ómótstæðilegur en við erum búnir að loka búðinni."

Breiðablik fá fyrrum lærisveina Óskars í Gróttu í heimsókn þann 14. júní á Kópavogsvöll í fyrstu umferð Pepsi-Max deild karla og þar snýr Gústi Gylfa einnig aftur á sinn gamla heimavöll.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar.
Athugasemdir