Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 31. maí 2020 21:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Við erum búnir að loka búðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram virkilega spennandi og skemmtilegur æfingaleikur á Kópavogsvelli þar sem við áttust Breiðablik og Valur þar sem leikar enduðu með 3-3 jafntefli.

Daninn öflugi Patrick Pedersen skoraði tvö af mörkum Valsmanna í leiknum og gerði Orri Sigurður Ómarsson eitt. Thomas Mikkelsen skoraði fyrstu tvö mörk Blika og Kwame Quee skoraði þriðja mark þeirra.

„Ég horfi kannski ekki rosa mikið í úrslitin en bara þokkalega sáttur, margt gott í þessu og margt sem við getum bætt og það var í rauninni tilgangurinn með þessum leik, að spila gegn frábæru liði Valsmanna og reyna finna út hvar veikleikarnir okkar liggja," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, um leikinn.

"Þetta helgaðist líka bara af þvi að þarna voru menn sem eru búnir að spila lítið, menn sem eru búnir að vera meiddir einnig í útlöndum eins og Andri Rafn Yeoman, leikmenn sem þurftu mínútur en svo kemur það bara í ljós hvernig liðið verður í fyrsta leik gegn Gróttu en það er ljóst að það er fullt af góðum mönnum."
Hafði Óskar að segja um hvort þetta hefði verið byrjunarliðið í sumar.

Óskar var spurður hvernig Blikar horfa á leikmannamarkaðinn og hvort menn væru á leið í Blika eða í burtu á lán.

" Við erum í rauninni búnir að loka búðinni, það fer enginn og það kemur í rauninni enginn nema það falli einhver ótrúlega óvænt af himnum ofan sem er ómótstæðilegur en við erum búnir að loka búðinni."

Breiðablik fá fyrrum lærisveina Óskars í Gróttu í heimsókn þann 14. júní á Kópavogsvöll í fyrstu umferð Pepsi-Max deild karla og þar snýr Gústi Gylfa einnig aftur á sinn gamla heimavöll.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar.
Athugasemdir
banner
banner