Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   mið 31. maí 2023 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool vill klára kaupin fljótlega - Kostar minna en áætlað var
Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister.
Mynd: Getty Images
Liverpool er sterklega orðað við Alexis Mac Allister sem er miðjumaður Brighton. Mac Allister átti virkilega gott tímabil með Brighton og vakti verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína.

Auk þess varð hann heimsmeistari með Argentínu í desember. Alexis er 24 ára gamall og gekk í raðir Brighton frá Argentinos Juniors árið 2019.

Hann kom við sögu í 40 leikjum í öllum keppnum með Brighton í vetur, skoraði tólf mörk og lagði upp þrjú.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Brighton og er riftunarákvæði í samningnum. Liverpool er tilbúið að greiða þá upphæð. Fjallað hefur verið um að sú upphæð sé 70 milljónir en félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að upphæðin sé lægri.

Hann segir að viðræður Liverpool við leikmanninn séu svo gott sem í höfn en enn eigi eftir að hnýta nokkra hnúta og að Liverpool vonist til að allt verði frágengið í næstu viku.
Athugasemdir
banner