Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. maí 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd og Barcelona á meðal félaga sem berjast um Pavard
Benjamin Pavard.
Benjamin Pavard.
Mynd: EPA
Manchester United hefur áhuga á því að kaupa franska varnarmanninn Benjamin Pavard frá þýska stórveldinu Bayern München í sumar.

Franska íþróttablaðið L'Equipe sagði frá því í gær að Pavard hyggðist yfirgefa Bayern í sumar. Samningur hans rennur út á næsta ári og ætlar hann ekki að endursemja.

Hinn 27 ára gamli Pavard er franskur landsliðsmaður sem getur leyst bæði stöðu hægri bakvarðar og miðvarðar. Pavard hefur spilað mikilvægt hlutverk í liði Bayern en vill hefja nýjan kafla á sínum ferli í sumar.

Frakkinn var svekktur þegar Julian Nagelsmann var rekinn frá Bayern í mars síðastliðnum.

Stærstu félög Evrópu eru að horfa til Pavard og þar á meðal eru Man Utd og Barcelona. Inter, sem tekur þátt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár, er líka áhugasamt. Hann kostar líklega ekkert gríðarlega mikið þar sem stutt er í að samningur hans rennur út.
Athugasemdir
banner
banner