Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dovbyk líkaði við færslu Fabrizio Romano - Á leið til Roma
Mynd: EPA

Artem Dovbyk, leikmaður Girona og markakóngur La Liga á síðustu leiktíð, er á leið til Roma.


Fabrizio Romano segir frá þessu en Dovbyk sjálfur 'lækaði' færslu Romano um málið á Instagram.

Roma mun borga Girona 36,5 milljónir evra. Þá fær Girona 10% af söluverði leikmannsins ef Roma selur hann í framtíðinni.

Dovbyk er úkraínskur framherji en hann skoraði 24 mörk og lagði upp átta í La Liga á síðustu leiktíð þegar Girona kom gríðarlega á óvart og hafnaði í 3. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner