Artem Dovbyk, leikmaður Girona og markakóngur La Liga á síðustu leiktíð, er á leið til Roma.
Fabrizio Romano segir frá þessu en Dovbyk sjálfur 'lækaði' færslu Romano um málið á Instagram.
Roma mun borga Girona 36,5 milljónir evra. Þá fær Girona 10% af söluverði leikmannsins ef Roma selur hann í framtíðinni.
Dovbyk er úkraínskur framherji en hann skoraði 24 mörk og lagði upp átta í La Liga á síðustu leiktíð þegar Girona kom gríðarlega á óvart og hafnaði í 3. sæti deildarinnar.
???????????????? AS Roma will pay €30.5m fixed fee plus €6m add-ons for Artem Dovbyk.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 31, 2024
Girona will also have 10% sell-on clause up to maximum €38.5m guaranteed in case of future sale.
…and Dovbyk already ‘likes’ the here we go, ready to travel. ?????? pic.twitter.com/hyKDjKUguz